Arnór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Blackburn Rovers í gærkvöld þegar liðið lagði Bristol City að velli, 2:1, í ensku B-deildinni í knattspyrnu.
Þetta var fjórða mark Arnórs í fyrstu þrettán leikjum hans með liðinu í deildinni og hann hefur auk þess skorað eitt mark í deildabikarnum.
Blackburn komst í áttunda sætið með sigrinum, aðeins tveimur stigum frá umspilssæti deildarinnar.
Mörkin má sjá í myndskeiðinu hér á eftir og mark Arnórs kemur eftir rúmar 10 sekúndur:
🎯 Siggy and Scotty on the scoresheet!
— Blackburn Rovers (@Rovers) December 12, 2023
📺 Both of tonight's goals...#ROVvBRC | #Rovers 🔵⚪️ pic.twitter.com/1w6h8lo7Uh