Sá markahæsti framlengir

Hwang Hee-Chan hefur leikið frábærlega fyrir Úlfana á tímabilinu.
Hwang Hee-Chan hefur leikið frábærlega fyrir Úlfana á tímabilinu. AFP/Geoff Caddick

Suður-kóreski sóknarmaðurinn Hwang Hee-Chan hefur komist að samkomulagi við enska knattspyrnufélagið Wolverhampton Wanderers um að framlengja samning hans.

Hwang hefur leikið frábærlega á tímabilinu þar sem hann er markahæstur í liði Úlfanna með átta mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og eitt mark í einum leik í enska deildabikarnum.

Fyrri samningur hans átti að renna út sumarið 2026 en greinir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því á X-aðgangi sínum að Hwang skrifi undir samning sem gildir til sumarsins 2028 og muni færa honum ríkulega launahækkun. 

Verður sóknarmaðurinn öflugi nú á meðal launahæstu leikmann liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert