Skagamaðurinn bestur á Englandi

Arnór Sigurðsson fagnar marki í leik með Blackburn fyrr á …
Arnór Sigurðsson fagnar marki í leik með Blackburn fyrr á tímabilinu. Ljósmynd/Blackburn

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson var valinn maður leiksins eftir leik Blackburn og Bristol City í ensku B-deildinni sem fram fór í Blackburn í gær.

Arnór kom Blackburn yfir á 35. mínútu og lék allan leikinn á vinstri kantinum hjá enska liðinu en leiknum lauk með sigri Blackburn, 2:1.

Blackburn er með 31 stig í áttunda sæti deildarinnar en Arnór, sem gekk til liðs við félagið í sumar á láni frá CSKA Moskvu, hefur skorað fjögur mörk í 13 leikjum með liðinu í B-deildinni.

Hann hefur einnig skorað eitt mark fyrir liðið í deildabikarnum og hann hefur því skorað fimm mörk í 15 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert