Ten Hag og Antony fengu falleinkunn

Erik ten Hag, þjálfari United, og Antony fengu ekki háa …
Erik ten Hag, þjálfari United, og Antony fengu ekki háa einkunn í gær. AFP/Darren Staples

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, og Antony, sóknarmaður liðsins, fá báðir falleinkunn hjá franska miðlinum L'Equipe eftir leik liðsins gegn Bayern München í A-riðli Meistaradeildarinnar í gær.

Leiknum lauk með sigri Bayern, 1:0, en tapið þýddi að United spilar ekki fleiri Evrópuleiki á tímabilinu eftir að hafa endað í neðsta sæti riðilsins með einungis 4 stig.

Antony, sem var í byrjunarliði United og lék fyrstu 75 mínúturnar, fékk 3 í einkunn hjá franska miðlinum sem var versta einkunn allra leikmanna United í leiknum. 

Ten Hag fékk svo líka 3 í einkunn hjá L'Equipe en í umsögn blaðsins um leikinn segir meðal annars að leikmenn liðsins hafi sýnt litla sem enga mótspyrnu gegn Bayern München.

André Onana, Raphaël Varane og Diogo Dalot fengu hæstu einkunn allra leikmanna United eða 5 hjá franska miðlinum sem hefur verið þekktur fyrir það að gefa lítinn afslátt þegar kemur að frammistöðu leikmanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert