Vilja metfé fyrir miðjumanninn

Douglas Luiz.
Douglas Luiz. AFP/Ben Stansall

Forráðamenn enska knattspyrnufélagsins Aston Villa hafa sett háan verðmiða á brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz.

Það er Sky Sports sem greinir frá þessu en Luiz, sem er 25 ára gamall, hefur verið orðaður við Arsenal, Manchester City og Liverpool að undanförnu.

Vefmiðillinn 90min greindi frá því að Arsenal ætlaði sér að leggja fram tilboð í leikmanninn þegar janúarglugginn verður opnaður.

Sky Sports greinir frá því að Aston Villa hafi sett 100 milljón punda verðmiða á miðjumanninn til þess að fæla önnur félög frá en hann hefur verið einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu sem situr í þriðja sæti úrvalsdeidlarinnar með 35 stig, tveimur stigum minna en topplið Liverpool.

Luiz gekk til liðs við Ast­on Villa frá Manchester City sum­arið 2019 og á að baki 175 leik fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann hef­ur skorað 18 mörk og lagt upp önn­ur 18. Þá á hann að baki 11 A-lands­leiki fyr­ir Bras­il­íu. Hann er samn­ings­bund­inn Ast­on Villa til sum­ars­ins 2026

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert