Á förum frá Arsenal?

Cedric Soares, til vinstri, í leik með Arsenal á dögunum.
Cedric Soares, til vinstri, í leik með Arsenal á dögunum. AFP/Kenzo Tribouillard

Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cedric Soares gæti verið á förum frá Arsenal í janúar. 

Spænska félagið Villareal er sagt hafa áhuga á varnarmanninum og er tilbúið til að hefja viðræður við Arsenal í janúar. 

Cedric, sem er 32 ára gamall, hefur lítið sem ekkert spilað með Arsenal á tímabilinu en hann er aðeins búinn að spila þrjá leiki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert