Mikel Arteta, knattspyrnustjóri karlaliðs Arsenal, verður ekki refsað fyrir ummæli sín eftir leik liðsins gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni þann 4. nóvember.
Arsenal tapaði leiknum, 1:0, en Arteta var alla annað en sáttur við að sigurmark Newcastle hafi fengið að standa og sagði hann í viðtölum eftir leik að ákvörðunin hafi verið hneyksli.
Arsenal sendi í kjölfarið frá sér yfirlýsingu þess efnis að dómgæslan í ensku úrvalsdeildinni ætti langt í land.
Arteta var síðan kærður af enska knattspyrnusambandinu en óháð eftirlitsnefnd komst að þeirri niðurstöðu að kæran væri ekki gild.