Michael Oliver dæmir stórleik Liverpool og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á Anfield í Liverpool á sunnudaginn.
Stuart Brut og Dan Cook verða aðstoðardómarar, Anthony Taylor verður fjórði dómari og John Brooks verður VAR-dómari.
Cook var aðstoðar VAR-dómari þegar Tottenham tók á móti Liverpool í 7. umferð deildarinnar í Lundúnum þar sem Liverpool skoraði löglegt mark en það fékk ekki að standa þar sem línuvörðurinn flaggaði rangstöðu í aðdraganda marksins og voru dómarasamtökin harðlega gagnrýnd eftir atvikið.
Liverpool trónir á toppi dieldarinnar með 37 stig og hefur eins stigs forskot á Arsenal en United er í sjötta sætinu með 27 stig.