Danirnir úr leik í Sambandsdeildinni

Nicolo Zaniolo skoraði mark Aston Villa.
Nicolo Zaniolo skoraði mark Aston Villa. AFP/Justin Tallis

Danska félagið Nordsjælland er úr leik í Sambandsdeild karla í knattspyrnu en það mátti þola 1:0-tap fyrir Ludogorets í riðli-E í Búlgaríu í dag. 

Jafntefli hefði dugað danska liðinu en með sigrinum fer Ludogorets upp fyrir Nordsjælland. Sigurmark Ludogorets skoraði Jakub Piotrowski á 79. mínútu leiksins. 

Fenerbache vann þá 4:0-heimasigur á Spartak Trnava í sama riðli og vinnur riðilinn með 12 stigum. Næst kemur Ludogorets með 12 stig einnig en Nordsjælland endar með 10 stig og er úr leik. 

Aston Villa marði sinn riðil

Þá gerðu Zrinjski Mostar og Aston Villa 1:1-jafntefli í Bosníu í E-riðlinum. 

Nicolo Zaniolo skoraði mark Aston Villa en Matija Malekinusic jafnaði metin fyrir Zrinjski. 

Legia Warszawa vann þá 2:0-sigur á AZ Alkmaar og fylgir Aston Villa upp úr riðlinum með 12 stig en Villa endar með 13. 

Önnur úrslit

F-riðill:
Ferencvaros - Fiorentina 1:1
Gent - Cukaricki 2:0 
Fiorentina og Ferencvaros fara áfram. 

G-riðill:
Aberdeen - Frankfurt 2:0
PAOK - HJK 4:2
PAOK og Frankfurt fara áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert