Tekur hann við Manchester United?

Graham Potter er orðaður við Manchester United.
Graham Potter er orðaður við Manchester United. AFP/Darren Staples

Graham Potter er talinn líklegur til að verða næsti knattspyrnustjóri Manchester United ef félagið segir Hollendingnum Erik ten Hag upp störfum.

Margir fjölmiðlar nefna Potter til sögunnar og Jim Ratcliffe, sem er í þann veginn að kaupa 25 prósenta hlut í Manchester United, er sagður mikill aðdáandi Englendingsins sem gerði frábæra hluti með Brighton en náði ekki tökum á starfinu hjá Chelsea og var sagt upp þar í apríl á þessu ári.

Potter hafnaði á dögunum tilboði um að taka við sænska karlalandsliðinu en hann starfaði í mörg ár í Svíþjóð sem þjálfari Östersund áður en hann fór heim til Englands þar sem hann stýrði Swansea City áður en hann tók við Brighton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert