United án þrettán leikmanna gegn Liverpool?

Harry Maguire er að glíma við meiðsli og þeir Marcus …
Harry Maguire er að glíma við meiðsli og þeir Marcus Rashford og Anthony Martial eru báðir veikir. AFP/Paul Ellis

Manchester United verður mögulega án þrettán leikmanna aðalliðsins þegar það heimsækir Liverpool í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í Liverpool á sunnudaginn kemur.

Það er Liverpool Echo sem greinir frá þessu en það er mikil pressa á United og knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir dapurt gengi liðsins í undanförnum leikjum.

Harry Maguire og Luke Shaw fóru báðir meiddir af velli í tapinu gegn Bayern München í Meistaradeildinni á þriðjudaginn.

Þá eru þeir Marcus Rashford og Anthony Martial að glíma við veikindi og þeir Mason Mount og Victor Lindelöf eru báðir tæpir vegna meiðsla.

Casemiro, Tyrell Malacia, Lisandro Martínez, Christian Eriksen og Amad Diallo eru allir meiddir, Bruno Fernandes er í leikbanni og Jadon Sancho fær ekki að æfa með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert