Verður fyrsta konan sem dæmir í úrvalsdeildinni

Rebecca Welch skráir sig í sögubækurnar á Þorláksmessu.
Rebecca Welch skráir sig í sögubækurnar á Þorláksmessu. AFP

Enski dómarinn Rebecca Welch mun skrá sig í sögubækur ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Þorláksmessu þegar hún verður fyrsta konan sem verður aðaldómari í leik í rúmlega þriggja áratuga sögu deildarinnar.

Welch mun dæma leik Fulham og Burnley, sem fer fram klukkan 15 laugardaginn 23. desember.

Á annan í jólum munu önnur tímamót eiga sér stað þegar Sam Allison verður fyrsti þeldökki aðaldómarinn sem dæmir í úrvalsdeildinni í 15 ár, eða síðan Uriah Rennie gerði það árið 2008.

Allison mun dæma nýliðaslag Sheffield United og Luton Town, sem fer fram klukkan 15 þriðjudaginn 26. desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert