Hvers vegna fékk Palace víti? (myndskeið)

Í sjónvarpsþættinum Match Officials Mic’d Up var farið yfir ákvörðun dómarateymisins í leik Crystal Palace og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi um að dæma vítaspyrnu á Jarell Quansah, miðvörð Liverpool.

Vítaspyrna var dæmd eftir að VAR fór yfir atvikið og komst að þeirri niðurstöðu að Quansah hafi sparkað Jean-Philippe Mateta niður í vítateignum.

Í spilaranum hér að ofan fara þáttastjórnandinn Michael Owen og Howard Webb, formaður samtaka atvinnudómara á Englandi, yfir ákvörðunina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert