Næsta tímabil það síðasta á Goodison Park

Framkvæmdir á nýja vellinum eru langt komnar.
Framkvæmdir á nýja vellinum eru langt komnar. Ljósmynd/Everton

Næsta tímabil hjá enska knattspyrnuliðinu Everton verður það síðasta á Goodison Park, en félagið staðfesti í dag að það muni leika heimavelli sína á nýjum og glæsilegum velli frá og með tímabilinu 2025/26.

Nýi völlurinn, sem er við höfnina í Liverpool, tekur tæplega 53.000 manns í sæti. Samkvæmt yfirlýsingu félagsins í dag er bygging vallarins á áætlun og ætti hann að vera klár undir lok næsta árs.

Liðið mun hins vegar klára næsta tímabil á Goodison Park, í stað þess að flytja á miðju tímabili. Í yfirlýsingunni kemur fram að það sé góð leið til að heiðra völlinn sögufræga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert