Í sjónvarpsþættinum Match Officials Mic’d Up var farið yfir ákvörðun í leik Everton og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrir þremur vikum síðan.
Anthony Martial féll þá við í vítateignum og fékk gult spjald fyrir leikaraskap.
VAR skoðaði atvikið nánar, bað dómarann um að skoða skjáinn og komst hann í kjölfarið að þeirri niðurstöðu að snúa ætti upphaflega dómnum við og dæma vítaspyrnu þess í stað.
Bruno Fernandes skoraði úr vítaspyrnunni og lauk leiknum með 3:0-sigri Man. United.
Í spilaranum hér að ofan fara þáttastjórnandinn Michael Owen og Howard Webb, formaður samtaka atvinnudómara á Englandi, yfir ákvörðunina.