Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar liðið mætti Manchester United í fyrsta sinn í núverandi mynd ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu árið 1992.
Alex Ferguson var hins vegar stjóri United árið 1992 en hann lét af störfum hjá félaginu eftir tímabilið 2013 á meðan Souness hætti með liðið í janúar 1994.
Síðan þá hafa sjö knattspyrnustjórar verið við stjórnvölin hjá Liverpool, Jürgen Klopp, lengst allra en hjá United hafa átta stjórar stýrt liðinu eftir að Ferguson hætti.
Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn klukkan 16:30 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.