United-maðurinn búinn að finna sér nýtt félag

Donny van de Beek er á förum frá Manchester United.
Donny van de Beek er á förum frá Manchester United. AFP

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek mun yfirgefa herbúðir Manchester United í janúar og ganga í raðir Frankfurt í Þýskalandi.

Hollendingurinn kom til United frá Ajax árið 2020 en hefur meira og minna verið algjöru aukahlutverki allar götur síðan. Var hann lánaður til Everton í hálft tímabil á þarsíðustu leiktíð.

Alls hefur hann leikið 35 leiki fyrir United og skorað í þeim tvö mörk. Hann á 19 leiki að baki fyrir hollenska landsliðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka