Knattspyrnumaðurinn Dele Alli er mættur aftur á æfingar með enska úrvalsdeildarfélaginu Everton en hann kom aftur til liðsins í sumar.
Hann gekk til liðs við Everton frá Tottenham árið 2022 en gekk illa að fóta sig í liðinu og fór á lán til tyrkneska félagsins Besiktas. Þar gekk lítið betur og hann hefur ekki spilað frá því í febrúar því hann hefur verið að glíma við meiðsli í nára.
Hann fór í viðtal í sumar þar sem hann talaði um erfiða æsku sína og að hann hafi drukkið mikið áfengi eftir margar misheppnaðar tilraunir að ná fótfestu í fótboltanum og að lokum hafi hann verið byrjaður að misnota svefntöflur.
https://www.mbl.is/sport/enski/2023/07/13/var_kynferdislega_misnotadur_i_aesku/
Hann er nú byrjaður taka þátt á fótboltaæfingum með liðinu og gæti spilað leik með Everton áður en að tímabilið klárast. Hann er með samning við Everton út tímabilið.