Fallegasta mark Liverpool gegn United?

Norðmaðurinn John Arne Rise skoraði magnað mark fyrir Liverpool gegn Manchester United þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hinn 4. nóvember árið 2001.

Markið er af mörgum talið eitt það fallegasta sem Liverpool hefur skorað gegn erkióvinunum í United en leiknum á Anfield lauk með 3:1-sigri Liverpool.

Rise á það sameiginlegt með fleiri leikmönnum liðiðanna tveggja að hafa skorað nokkuð óvænt í leiknum enda lék hann iðulega sem vinstri bakvörður hjá liðinu.

Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar á morgun klukkan 16:30 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka