Fer í fjögurra leikja bann

Jarred Gillett, dómari leiksins að gefa Yves Bissouma rautt spjald …
Jarred Gillett, dómari leiksins að gefa Yves Bissouma rautt spjald í gær. AFP/Oli Scarff

Knattspyrnumaðurinn Yves Bissouma, í Tottenham, var úrskurðaður í fjögurra leikja bann eftir ljótt brot á Ryan Yates, leikmanni Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld.

https://www.mbl.is/sport/enski/2023/12/15/tvo_mork_og_rautt_spjald_hja_tottenham_myndskeid/

Bis­souma fékk rauða spjaldið á 70. mínútu en hann fékk upprunalega gult spjald fyrir tæklinguna. Jarred Gillett, dómari leiksins, var svo sendur að skoða atvikið í VAR og eftir það breytti hann spjaldinu í rautt.

Bis­souma er á leiðinni í fjögurra leikja bann og missir af leikjum Tottenham gegn Everton, Brighton & Hove Albion, Bournemouth og Manchester United í lok desember. Auk þess tekur hann þátt í Afríkubikarnum með Malí, sem fer fram í janúar og mun því ekki spila aftur með Tottenham í deildinni fyrr en í lok janúar.

Tottenham er nú í fimmta sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Manchester City sem er í fjórða sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka