Fjórði sigur Everton í röð

Everton vinnur og vinnur eftir stigamissinn.
Everton vinnur og vinnur eftir stigamissinn. AFP/Oli Scarff

Everton vann sinn fjórða sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið heimsótti Burnley og fór með 2:0-útisigur af hólmi í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla.

Amadou Onana gerði fyrra markið á 19. mínútu og Michael Keane annað markið sex mínútum síðar gegn sínum gömlu félögum.

Everton hefur unnið alla fjóra leiki sína eftir að enska úrvalsdeildin dró tíu stig af liðinu fyrir brot á fjármálareglum.

Er Everton nú með 16 stig í 16. sæti. Burnley er í 19. og næstneðsta sæti með átta stig, sex stigum frá öruggu sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka