Tom Lockyer, fyrirliði Luton Town, hneig niður í leik liðsins gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Lockyer fór í hjartastopp í miðjum leik í annað sinn á um hálfu ári, en hann er með meðvitund. Var læknateymi Luton sem betur fer fljótt að bregðast vel og veita Lockyer nauðsynlega aðhlynningu.
Var leikurinn í kjölfarið flautaður af og verður hann kláraður síðar, en atvikið gerðist eftir rúmlega klukkutíma leik.
Atvikið ógnvænlega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.