Leikurinn flautaður af og lokið síðar

Tom Lockyer, til hægri, fékk hjartaáfall í leik í dag …
Tom Lockyer, til hægri, fékk hjartaáfall í leik í dag en er með meðvitund. AFP/Justin Tallis

Leikur Luton Town gegn Bournemouth var flautaður af á 65. mínútu eftir að Tom Lockyer, fyrirliði Luton, fékk hjartastopp. Leiknum verður lokið síðar.

Staðan var 1:1 á 58. mínútu þegar að Lockyer hneig niður, en þetta er í annað sinn sem hann fær hjartaáfall í leik á þessu ári. Nokkrum mínútum eftir að hann var borinn af velli var staðfest að hann væri með meðvitund.

Lockyer hneig einnig niður í úr­slita­leik gegn Co­ventry City um laust sæti í deild­inni í maí síðastliðnum, en fékk leyfi frá læknum til að halda áfram að spila fótbolta eftir að hafa gengist und­ir hjartaaðgerð.

https://www.mbl.is/sport/enski/2023/07/06/gekkst_undir_hjartaadgerd_og_faer_ad_halda_afram/

Leikurinn var stöðvaður í 20 mínútur og leikmenn biðu inn í búningsklefa áður en að hann var flautaður af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka