Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði á blaðamannafundi í gær að neikvæð umfjöllun styrkir Manchester United en liðin mætast klukkan 16.30 á morgun.
„Ég er ekki hrifin af því þegar umfjöllunin um United er neikvæð því þá horfa þeir á þennan leik sem tækifæri til þess að rétt úr kútnum.“
Síðast þegar liðin mættust vann Liverpool 7:0 en Klopp er ekki að búast við því að slík úrslit endurtaki sig.
„Svona úrslit koma aðeins einu sinni á lífstíð og ef þau hjálpa einhverjum þá er það liðinu sem tapaði 7:0,“ sagði Klopp.