Englandsmeistarar Manchester City töpuðu stigum í toppbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er liðið gerði jafntefli, 2:2, á heimavelli gegn Crystal Palace.e.
Jack Grealish og Reco Lewis komu City í 2:0 en Palace svaraði með marki frá Jean-Philippe Mateta og jöfnunarmarki frá Michael Olise úr víti í uppbótartíma.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.