Cole Palmer og Nicolas Jackson sáu um að gera mörk Chelsea er liðið vann sigur á botnliði Sheffield United, 2:0, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Skoruðu þeir báðir með skotum af stuttu færi. Framherjinn Armando Broja fékk svo dauðafæri til að skora þriðja markið en honum tókst einhvern veginn að skjóta fram hjá þegar hann stóð á marklínunni.
Mörkin og klúðrið ótrúlega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.