Mexíkóski sóknarmaðurinn Raúl Jiménez hjá Fulham fékk beint rautt spjald er liðið mætti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.
Fékk Jiménez spjaldið fyrir afar skrautlegt brot en hann lenti af miklu afli á Matt Longstaff hjá Newcastle með þeim afleiðingum að hann steinlá eftir.
Mexíkóinn fékk fyrst um sinn gult spjald, sem var uppfært í rautt eftir skoðun í VAR.
Brotið skrautlega má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.