Táningurinn skoraði fyrsta markið (myndskeið)

Hinn 17 ára gamli Lewis Miley skoraði sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni er hann kom Newcastle á bragðið í 3:0-heimasigrinum á Fulham í dag.

Miley skoraði á 57. mínútu og Miguel Almirón og Dan Burn bættu við mörkum. Lék Newcastle stóran hluta leiksins manni fleiri þar sem Raúl Jiménez fékk beint rautt spjald á 22. mínútu.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka