Arsenal missteig sig í titilbaráttunni í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag þegar liðið tapaði, 1:0, á útivelli gegn Tottenham í London í dag.
Arsenal er líkt og fyrir leikinn í öðru sæti í deildinni en liðið vann Chelsea í síðasta leik sem situr á toppi deildarinnar. Arsenal er eina liðið sem Chelsea hefur tapað fyrir á tímabilinu.
Arsenal gat ekki haldið áfram góðu gengi og tapaði gegn Tottenham í dag eftir að Martha Thomas skoraði eina mark leiksins fyrir Tottenham á 58. mínútu.
Thomas er nú markahæst í deildinni með sjö mörk, jafn mörg og Elisabeth Terland, leikmaður Brighton & Hove Albion.