Það er orðið ansi langt síðan Manchester United hafði betur gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Anfield í Liverpool.
Síðasti sigur United á Anfield kom hinn 17. janúar árið 2016 þegar Jürgen Klopp stýrði Liverpool en Louis van Gaal var þá stjóri United en leiknum lauk með 1:0-sigri United og skoraði Wayne Rooney sigurmarkið.
Anthony Martial er eini leikmaður United, sem spilaði leikinn, sem er ennþá í herbúðum félagsins en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðan Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum á Old Trafford.
Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 16:30 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.