Ætla sér að vinna Liverpool

Erik ten Hag.
Erik ten Hag. AFP/Peter Powell

Manchester United mætir Liverpool í dag sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri United segir að United mæti í þennan leik til þess að sigra.

Manchester United tapaði síðasta leik gegn Liverpool 0:7 í mars og það hefur reglulega komið upp í umræðuna í aðdraganda leiksins.

„Það var slæm reynsla en leikirnir eru ekki líkir, við byrjum upp á nýtt, 0:0. 

Við byrjuðum fyrri hálfleik vel á síðasta tímabili en við fengum mark í andlitið í upphafi seinni hálfleiks og þá hrundi allt. Það mun ekki gerast aftur á þessu tímabili, nú er nýtt tímabil með nokkrum nýjum leikmönnum.

Sá leikur er í fortíðinni og við getum ekki breytt henni, við getum breytt framtíðinni og þetta er nýr leikur,“ sagði Ten Hag.

Bruno Fernandes er í leikbanni og þeir Harry Maguire, Anthony Martial Lisandro Martinez, Casemiro og Christian Eriksen eru allir meiddir.

„Við erum að undirbúa liðið á sem bestan hátt. Við þurfum að berjast og fara inn í leikinn með það hugafar að við ætlum að vinna og trúum því að við getum teflt fram liði sem getur unnið,“ sagði Ten Hag.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka