Arsenal á toppi deildarinnar

Þeir Kai Havertz, Leandro Trossard, Declan Rice og Eddie Nketiah …
Þeir Kai Havertz, Leandro Trossard, Declan Rice og Eddie Nketiah fagna öðru marki Arsenal í dag AFP/Justin Tallis

Arsenal tók á móti Brighton & Hove Albion í 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla á Emirates-leikvanginum þar sem Arsenal vann verðskuldaðan sigur, 2:0.

Arsenal er nú á toppi deildarinnar með 39 stig og Brighton í níunda sæti með 26 stig. Liverpool mætir Manchester United seinna í dag og getur þá komist yfir Arsenal.

Arsenal byrjaði mjög vel og fengu þeirra fyrsta færi á þriðju mínútu þegar Ödegard sendi boltann fyrir en Kai Havertz missti af boltanum og varnarmenn Brighton komu boltanum burt.

Eftir korter komst Martin Ödegaard í gott færi, kom inn á völlinn og fór í skot með vinstri en það fór rétt framhjá.

Arsenalmenn sóttu mikið upp hægra meginn þar sem James Milner þurfti að taka á Bukayo Saka. Hann fór í nokkur skipti framhjá honum og kom með fína sendingu fyrir en Arsenalmenn náðu ekki að koma boltanum í netið.

Eftir um hálftíma leik hafði Arsenal fengið nokkur fín færi en þá kom besta færi þeirra í fyrri hálfleik. Ödegaard sendi boltann í hlaupaleið Saka og þá fór Bart Verbruggen úr markinu til þess að mæta honum. Þá sendi Saka boltann fyrir markið á Martinelli sem tók boltann í fyrstu snertingu og hamraði honum yfir markið.

Staðan var 0:0 í fyrri hálfleik þrátt fyrir það að fyrstu 45 mínúturnar fóru mest fram í og í kringum vítateig Brighton.

Á 53. mínútu náði Arsenal loks að skora úr þeim fjölmörgu færum sem þeir höfðu fengið. Arsenal fékk hornspyrnu sem Saka tók, boltanum var fleytt áfram á fjærsvæðið þar sem Gabriel Jesus var með fullt af plássi og skallaði boltann í netið af stuttu færi, 1:0.

Á 68. mínútu fengu Arsenalmenn aðra hornspyrnu en þeir sköpuðu flott færi úr þeim hornspyrnu sem þeir fengu í leiknum. Martinelli ætlaði að skrúfa boltann inn í markið en Dunk stökk upp og skallaði boltann burt á marklínunni. 

Arsenal var með öll tók á leiknum frá fyrstu mínútu og héldu áfram að sækja, þeir skoruðu svo annað mark leiksins á 87. mínútu þegar  Nketiah sendi boltann á Havertz sem var með nóg af plássi á hættulegum stað og sendi boltann framhjá Verbruggen og í markið. Lokatölur 2:0 og sem kemur Arsenal á topp deildarinnar

Arsenal 2:0 Brighton opna loka
90. mín. Brighton fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka