Spænski knattspyrnumaðurinn, Marc Cucurella, sem spilar hjá Chelsea í ensku úrvalsdeildinni er komin úr aðgerð eftir að hann meiddist í 2:0-tapi gegn Everton 10. desember.
Cucurella fór meiddur af velli á 84. mínútu en vonast var að meiðslin væru smávægileg. Svo var ekki og hann þurfti að fara í aðgerð á vinstri færi og kemur ekki til baka fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.
Ben Chilwell, sem er vinstri bakvörður líkt og Cucurella er einnig meiddur svo örfætti miðvörðurinn Levi Colwill spilaði í þeirra stað í bakverðinum þegar liðið vann Sheffield United 2:0 í gær.