Eiður: Stærsti rígur í enskri knattspyrnu

Tómas Þór Þórðarson og Eiður Smári Guðjohnsen eru mættir fyrir hönd Símans Sports á Anfield í Liverpool þar sem heimamenn taka á móti erkifjendunum í Manchester United í ensku úrvalsdeildinni klukkan 16.30 í dag.

„Þetta er stærsti rígur í enskri knattspyrnu frá upphafi. Það eru tæplega hundrað titlar á milli þessara félaga og það er alveg sama þó United mæti hérna með eitthvað veikt lið á pappírum og hvernig gengið hefur verið undanfarið.

Öll sagan fer bara í ruslið fyrir svona leik,“ sagði Eiður Smári.

Upphitun Tómasar Þórs og Eiðs Smára má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka