Elskar að skora gegn Manchester United

Egypski knattspyrnumaðurinn Mohamed Salah spilar alltaf vel fyrir Liverpool þegar liðið mætir Manchester United.

Salah hefur skorað 12 mörk gegn United frá því hann gekk til liðs við félagið frá Roma sumarið 2017.

Þá hefur hann lagt upp fjögur mörk til viðbótar í viðureignum liðanna í gegnum tíðina en alls hefur hann skorað 200 mörk fyrir félagið í öllum keppnum.

Liverpool tekur á móti Manchester United í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag klukkan 16.30 og verður leikurinn í beinni textalýsingu á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka