Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar á Vellinum á Símanum sport, sem í kvöld var í beinni frá Anfield í Liverpool.
Ræddu þeir m.a. um Kai Havertz, sóknarmann Arsenal, sem tók sinn tíma til að ná sér á strik með Arsenal-liðinu eftir að hann var keyptur frá Chelsea.
Gylfi hrósaði Havertz fyrir spilamennskuna í síðustu leikjum en bætti við að það sé kjánalegt að sjá hvernig Arteta kemur öðruvísi fram við Þjóðverjann en aðra leikmenn.
Umræðurnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.