Gabriel Jesus og Kai Havertz skoruðu mörk Arsenal í heimasigri liðsins á Brighton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2:0.
Jesus kom Arsenal yfir á 53. mínútu og Havertz gulltryggði sigurinn með öðru markinu á 87. mínútu.
Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.