Í rannsóknum eftir hjartastopp

Þetta var í annað sinn sem Tom Lockyer fer í …
Þetta var í annað sinn sem Tom Lockyer fer í hjartastopp í leik á þessu ári. AFP/Henry Nicholls

Tom Lockyer, fyrirliði Luton í ensku úrvalsdeildinni er enn í rannsóknum á spítala eftir að hann hneig niður í leik Luton gegn Bournemouth í gær.

„Á meðan að fyrirliði okkar Tom Lockyer er enn á sjúkrahúsi eftir hjartastoppið sem hann fékk á vellinum í Bournemouth í gær, skiljum við að stuðningsmenn hafi áhyggjur af honum og að það sé mikill áhugi fjölmiðla á ástandi hans.

Tom er enn að gangast undir rannsóknir og bíður eftir að fá niðurstöður áður en næstu skref fyrir bata hans eru ákveðin,“  seg­ir í til­kynn­ingu Luton.

„Við viljum öll það besta fyrir Tom, kærustu hans Taylor og alla Lockyer fjölskylduna og biðjum um að einkalíf hans og þeirra sé virt á þessum erfiða tíma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka