Ósáttur með dómgæsluna

Marco Silva á hliðarlínunni í leiknum í gær.
Marco Silva á hliðarlínunni í leiknum í gær. AFP/Andy Buchanan

Marco Silva, knattspyrnustjóri Fullham, kenndi dómarateyminu um 0:3 tap liðsins gegn Newcastle í gær.

„Úrvalsdeildin ætti að hafa dómara með reynslu og getu til að takast á við pressu frá stuðningsmönnum heimaliðsins. Þetta er besta dæmið um dómara sem hefur ekki reynslu til að höndla pressuna. Ef hann er í vafa, hvaða brot sem er, hann gaf ekkert. Jafnvel þegar það kom olnbogi í andlitið á Raul.“

„Hann hoppaði inn í leikmanninn en þú sérð ekki eitthvað alvarlegt, eitthvað athugavert við hinn leikmanninn. Gult er rétt. Er VAR að reyna að finna öll þessi augnablik til að gefa til að réttlæta starf sitt? Ég veit það ekki,“  sagði Silva.

https://www.mbl.is/sport/enski/2023/12/16/sa_rautt_fyrir_storhaettulegt_brot_myndskeid/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka