Ósáttur með sjálfan sig hjá United

Andre Onana kom til Manchester United fyrir tímabilið.
Andre Onana kom til Manchester United fyrir tímabilið. AFP/Peter Powell

„Vilt þú segja mér að besti markmaður í Meistaradeildinni verði lélegastur í heimi sex mánuðum síðar? Nei,“ sagði André Onana, markmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester United.

„Fólk man bara eftir besta markmanninum í Meistaradeildinni en fyrri hluta leiktíðarinnar var ég á bekknum. Það hafa allir gleymt því.

Staðan núna er ekki góð en ég vona að það breytist eins fljótt og hægt er en gagnrýni er góð. Þú þarft að takast á við gagnrýni þegar þú ert markmaður United. Þegar það gengur ekki vel þá er öskrað á þig og ég hef sagt að ég er tilbúin í það. Gagnrýni er partur af lífi mínu,“ sagði Onana í viðtali á Sky Sports.

„Allt er tímabundið og þetta verður allt í lagi, ef ekki í dag, þá á morgun, ef ekki á morgun þá hinn.

Þegar ég horfi yfir síðustu fimm mánuði þá er ég ekki sáttur með sjálfan mig því ég get gert mun betur en ég er að gera núna.

Við munum verða aftur bestir en þangað til þurfum við að vera sterkir og þrauka. Við verðum að spila okkar leik, vinna leiki og standa saman. Það er ekkert mál að vera hamingjusamir þegar allt gengur vel og enginn er að tala um mistök en á svona tímum þá þurfum við að standa saman,“ sagði Onana.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka