Þrjú mörk og tvö rauð spjöld (myndskeið)

Brentford og Aston Villa mættust í hádramatískum leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði lið spiluðu með tíu leikmenn undir lok leiks.

Kea­ne Lew­is-Potter kom Brent­ford yfir á 45. mínútu en á 71. mínútu fékk Ben Mee rautt spjald fyrir tæklingu, fyrst fékk hann gult spjald en því var svo breytt yfir í rautt eftir VAR-skoðun.

Álex Mor­eno skoraði stuttu eftir að Mee var rekinn af velli. Ollie Watkins gerði sig­ur­markið á 85. mín­útu.

Bou­bacar Kam­ara fékk beint rautt spjald í upp­bót­ar­tíma eftir að rifrildi braust út á milli liðanna.

Mörk­in og rauða spjaldið má sjá í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan, en mbl.is fær­ir ykk­ur efni úr enska bolt­an­um í sam­vinnu við Sím­ann Sport.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka