Brentford og Aston Villa mættust í hádramatískum leik í ensku úrvalsdeildinni þar sem bæði lið spiluðu með tíu leikmenn undir lok leiks.
Keane Lewis-Potter kom Brentford yfir á 45. mínútu en á 71. mínútu fékk Ben Mee rautt spjald fyrir tæklingu, fyrst fékk hann gult spjald en því var svo breytt yfir í rautt eftir VAR-skoðun.
Álex Moreno skoraði stuttu eftir að Mee var rekinn af velli. Ollie Watkins gerði sigurmarkið á 85. mínútu.
Boubacar Kamara fékk beint rautt spjald í uppbótartíma eftir að rifrildi braust út á milli liðanna.
Mörkin og rauða spjaldið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann Sport.