Aston Villa fór upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 2:1-útisigri á Brentford í dag. Er Villa með 38 stig, stigi á eftir toppliði Arsenal. Liverpool er með 37 og á leik til góða.
Brentford komst yfir á 45. mínútu þegar Keane Lewis-Potter skoraði. Vendipunkturinn kom hins vegar á 71. mínútu þegar Ben Mee hjá Brentford fékk beint rautt spjald.
Villa nýtti sér liðsmuninn því Álex Moreno jafnaði á 77. mínútu og Ollie Watkins gerði sigurmarkið á 85. mínútu. Kom ekki að sök að Boubacar Kamara fékk beint rautt spjald í uppbótartíma.
West Ham vann sannfærandi 3:0-heimasigur á Wolves í London. Mohammed Kudus kom West Ham í 2:0 með mörum á 22. og 32. mínútu og Jarrod Bowen gulltryggði sigurinn með þriðja markinu á 74. mínútu.
West Ham er í sjöunda sæti með 27 stig og Wolves í þrettánda með 19.