Andrúmsloftið á Anfield aldrei verið verra

Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports.
Gary Neville, sparkspekingur hjá Sky Sports. AFP

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og núverandi sparkspekingur, segist aldrei áður hafa upplifað jafn slæmt andrúmsloft á Anfield og í gær þegar Liverpool og Man. United gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Neville hefur áður hrósað andrúmsloftinu á Anfield en var hissa á hve lítill hávaði og stemning væri á leikvanginum í Liverpool í gær.

„Ég hef ávallt hrósað stuðningsmönnum Liverpool. Þeir hafa ekki verið með jafn marga áhorfendur hér í 60 eða 70 ár en ég hef aldrei upplifað jafn lágværa áhorfendur í þessari viðureign.

Ég veit ekki hvað var að þeim í dag. Kannski var of mikið sjálfstraust fyrir leikinn þar sem fólk klæddist jólapeysum sem minna á 7:0-leikinn og svoleiðis,“ sagði Neville er hann fjallaði um leikinn fyrir Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka