„Þetta er örugglega óvinsæl skoðun en Liverpool er búið að vera í miklu basli í síðustu leikjum sínum,“ sagði þáttastjórnandinn Bjarni Helgason í Fyrsta sætinu.
Liverpool gerði markalaust jafntefli gegn Mancehster United í stórleik 17. umferðar deildarinnar í gær á Anfield þrátt fyrir að Liverpool hafi verið mun meira með boltann.
„Þeir voru heppnir í gær að tapa ekki leiknum því þeir fengu nánast engin afgerandi marktækifæri á meðan United fékk besta færið í leiknum,“ sagði Bjarni.
„Ég veit ekki hvort þeir hafi verið heppnir en þeir hefðu alveg getað tapað leiknum. Frammistaðan hefur samt ekki verið sannfærandi og mér fannst Liverpool ekki gera nóg til þess að vinna leikinn,“ sagði Jökull Þorkelsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu.