Manchester City fær sekt

Mateo Kovacic og Erling Haaland fremstir í flokki í mótmælunum …
Mateo Kovacic og Erling Haaland fremstir í flokki í mótmælunum við Simon Hooper dómara í leik Manchester City og Tottenham. AFP/Darren Staples

Enska knattspyrnufélagið Manchester City hefur verið sektað fyrir framkomu leikmanna liðsins í leik gegn Tottenham í úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði.

Sektin nemur 120 þúsundum punda, eða jafnvirði tæplega 21 milljónar íslenskra króna. Enska knattspyrnusambandið skýrði frá því að City hefði viðurkennt að hafa ekki haft stjórn á leikmönnum liðsins þegar atvikið átti sér stað.

Leikmenn liðsins umkringdu Simon Hooper dómara og mótmæltu harkalega þegar hann flautaði of snemma í uppbótartíma leiksins, en þá var Jack Grealish að komast í dauðafæri. Leikurinn endaði með jafntefli, 3:3.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka