Portúgalski knattspyrnustjórinn José Mourinho hefur enga trú á Arsenal í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í ár.
Mourinho, sem er sextugur, stýrir í dag Roma í ítölsku A-deildinni en hann gerði Chelsea þrívegis að Englandsmeistara.
Hann hefur einnig stýrt Manchester United og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en United vann Evrópudeildina undir hans stjórn árið 2017 og varð deildabikarmeistari sama ár.
„Það eru 51% líkur á því að Manchester City verði Englandsmeistari,“ sagði Mourinho í hlaðvarpsþættinum The Obi One Podcast sem er í umsjón knattspyrnumannsins fyrrverandi John Obi Mkel.
„Það eru 49% líkur á því að Liverpool verði Englandsmeistari,“ sagði Mourinho svo en Obi Mikel spurði hann næst hvort Arsenal myndi ekki blanda sér í baráttuna.
„Nei,“ sagði Mourinho og hristi hausinn og uppskar um leið mikil hlátrasköll frá þáttastjórnandanum.
Jose Mourinho on the Premier League title race:
— Troll Football (@TrollFootball) December 18, 2023
Man City: 51%
Liverpool: 49%
Arsenal: ___pic.twitter.com/Fc4SeRqZQh