Fer frá félaginu fyrir rétt verð

Ivan Toney snýr aftur til leiks í janúar.
Ivan Toney snýr aftur til leiks í janúar. AFP/Adrian Dennis

Lee Dykes, sem stýrir leikmannakaupum hjá enska knattspyrnufélaginu Brentford, segir að framherjinn Ivan Toney gæti verið á leið frá félaginu ef viðeigandi tilboð berst.

Ivan Toney tekur nú út leikbann fyrir brot á veðmálareglum ensku úrvalsdeildarinnar en átta mánaða leikbanni hans lýkur þann 16. janúar.

Toney er á lista hjá bæði Arsenal og Chelsea í félagaskiptaglugganum í janúar en forráðamenn Brentford vilja fá að minnsta kosti 80 milljónir punda fyrir framherjann.

„Ivan Toney var þriðji markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar tímabilið fyrir bannið og nú er einn af þessum markaskorurum [Harry Kane] farinn til Þýskalands. Toney er því einn besti markaskorari deildarinnar og einn af bestu framherjum í heiminum að mínu mati.“

Ivan Toney er 27 ára og á að baki 111 leiki fyrir Brentford, þar sem hann hefur skorað 63 mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka