Knattspyrnukonan Gemma Bonner, fyrirliði Liverpool, missti meðvitund í leik liðsins gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn var.
Bonner fékk þungt höfuðhögg undir lok leiks og missti meðvitund í stutta stund. Hún gat þó gengið sjálf af velli þegar hún komst aftur til meðvitundar og læknar félagsins gerðu að sárum hennar.
Bonner mun væntanlega ekki missa úr tímabilinu vegna höfuðmeiðslanna, því næsti leikur er ekki fyrr en 14. janúar er Liverpool mætir Bristol City í enska bikarnum.