Forráðamenn ítalska knattspyrnufélagsins Juventus hafa sett sig í samband við Manchester City um kaup á enska miðjumanninum Kalvin Phillips. Phillips hefur verið í aukahlutverki hjá Manchester City síðan hann gekk til liðs við félagið frá Leeds United árið 2022.
Pep Guardiola hefur beðið Kalvin Phillips afsökunar á því hve lítið hann hefur fengið að spila en nú er miðjumaðurinn tilbúinn í það að takast á við nýtt verkefni.
Juventus leitar nú að miðjumanni til þess breikka leikmannahóp sinn í janúar en ekki er ljóst hvort hann gangi til liðs við félagið á láni eða hvort Juventus mæti Manchester City og kaupi leikmanninn á 40 milljónir punda.
Juventus er þó með fleiri miðjumenn á listanum sínum og hafa forráðamenn félagsins einnig áhuga á danska miðjumanninum Pierre-Emile Hojbjerg, sem leikur með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.