Mourinho vonar að Arsenal vinni

José Mourinho í góðum gír.
José Mourinho í góðum gír. AFP/Charly Triballeau

Knattspyrnustjóri Roma, Jose Mourinho, telur líklegast að Manchester City eða Liverpool vinni ensku úrvalsdeildina á þessu tímabili en hann heldur þó ekki með þeim.

Hann var gestur í hlaðvarpi fyrrverandi knattspyrnumannsins John Obi Mikel, þar sem hann ræddi um ensku úrvalsdeildina og möguleika Arsenal á titlinum.

„Ég held að það séu 51% líkur á því að Manchester City vinni deildina og 49% líkur að Liverpool taki þetta. Ég væri samt til í að sjá Arsenal vinna deildina.“

Hann segir engar líkur á því að Chelsea taki þetta í ár, en hann var knattspyrnustjóri Chelsea á árunum 2004 til 2007 þar sem hann stýrði Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni árin 2004 og 2005 en hann tók aftur við stjórnartaumum árið 2013 og vann Chelsea deildina ári seinna.

Hann vildi ekki tjá sig um Manchester United í hlaðvarpinu þar sem hann trúði því ekki að þeir myndu vinna þetta í ár. „Þetta er á milli þessara þriggja félaga, Manchester City, Liverpool og Arsenal, en ég held með Arsenal.“  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka